Laga - Skjalagerð
Laga - Skattamál
Laga - Stjórnsýslumál

umlaga


Laga er í eigu Dúu Þorfinnsdóttur lögfræðings. Dúa er cand. jur frá HÍ 1994, Dúa hefur víðtæka reynslu af vinnumarkaði og þekkir alla ranghala kerfisins.  Hjá Laga er boðið upp á hagkvæmar lausnir í öllu sem viðkemur skjalagerð og skattamálum auk þess sem hún veitir ráðgjöf í öllu sem tengist lagalegum gjörningum. Á síðunni má finna einfalda verðskrá en einnig er unnið eftir tímakaupi. Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að senda línu eða slá á þráðinn

llinkedin

Dúa er lögfræðingur sem frábært er að geta snúið sér til; hún er eldklár, fljót að greina kjarnann frá hisminu. Hún finnur lausnina. Allra best er þó að hún er einmitt manneskja – lætur sér annt um þann sem leitar til hennar og það er ekki minna mikilvægt en öll heimsins lagaþekking.

Markús Þórhallsson, útvarpsmaður og sagnfræðingur

Hjá Dúu fékk ég hraða og góða þjónustu. Fagmannleg vinnubrögð og hún gat útskýrt fyrir mér hluti sem ég hafði ekki skilning á áður, á mannamáli, og umfram allt sýndi hún mér þolinmæði. Toppþjónusta á góðu verði.

Stefán Barði Kristjönuson, framkvæmdastjóri

Dúa veitti mér framúrskarandi, skjóta og ódýra þjónustu. Kona sem kann sitt fag  

Guðmundur Steinsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi

skjalagerd

Gott er að ganga frá sínum málum í tæka tíð ef þú vilt að einhver annar erfi þig en lögerfingjar. Sem dæmi má nefna að sambúðaraðilar erfa ekki hvorn annan nema erfðaskrá sé gerð. Einnig er nauðsynlegt að gera erfðaskrá milli hjóna sem eiga börn fyrir hjónaband til þess að geta setið í óskiptu búi án þess að þurfa að fá samþykki barna og/eða stjúpbarna.

Kaupmáli er gerður fyrir hjónaband eða í hjónabandi. Kaupmáli getur komið í veg fyrir ágreining vegna fjárskipta síðar meir komi til skilnaðar. Eignir hjónanna eru gerðar að séreignum hvors um sig og koma því ekki til skipta við skilnað eins og hjúskapareignir.

Sambúðarsamningur er gerður milli aðila í óvígðri sambúð. Sambúðarsamningur getur komið í veg fyrir ágreining vegna fjárskipta síðar meir komi til sambúðarslita.

Það sem kveðið er á um í skilnaðarsamningi: Fjárskipti Umgengni við börn Meðlagsgreiðslur Forsjá barna

skattamal2

Framtalsgerð fyrir einstaklinga
Framtalsgerð fyrir sjálfstætt starfandi/einyrkja/rekstur á eigin kennitölu
Gerð framtala sem skila ber ár hvert
Gerð framtala aftur í tímann.  Framtöl sem ekki hefur verið skilað á réttum tíma
Svör við fyrirspurnum og boðunum breytinga frá skattyfirvöldum

Kæra úrskurð ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar
Kæra endurákvörðun ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar
Kvörtun til Umboðsmanns Alþingis eftir úrskurð yfirskattanefndar
Erindi til ríkisskattstjóra um breytingu á ákvörðun um skattstofn eða álagningu – mest 6 ár aftur í tímann

stjornsyslumal

Ákvarðanir stjórnvalda eru að meginreglu til kæranlegar til æðra stjórnvalds sem endurskoðar kærða ákvörðun. Hér koma nokkur dæmi um þá aðila sem hægt er að beina kæru til og þá málaflokka sem úrskurðað er í en upptalningin er alls ekki tæmandi.

  • Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
  • Almannatryggingar
  • Atvinnuleysistryggingar
  • Barnaverndarmál
  • Félagsþjónusta
  • Fæðingarorlof
  • Greiðsluaðlögunarmál
  • Fjöleignarhús
  • Yfirskattanefnd

Hver sá sem telur stjórnvald eða einkaðila sem fengið hefur verið stjórnsýsluvald hafa beitt sig rangindum borið fram kvörtun við umboðsmann. Ef kvartað er út af ákvörðunum stjórnvalds, t.d. einhverrar opinberrar stofnunar, og unnt er að skjóta þeirri ákvörðun til hærra setts stjórnvalds, t.d. ráðuneytis, þá verður sá sem vill bera kvörtun fram að skjóta málinu fyrst til þess stjórnvalds, sem æðra er, áður en hann getur borið fram kvörtun við umboðsmann.

gjaldskra

Gott verð og persónuleg þjónusta

Ef ekki er gefið upp fast verð er unnið eftir tímagjaldi sem er 21.000 kr. fyrir hverja unna klukkustund.

(Ef bókaðir tímar eru ekki afpantaðir með a.m.k sólarhrings fyrirvara er tímagjald innheimt).

• Erfðaskrá 45.000 kr.

• Kaupmáli 45.000 kr.

• Sambúðarsamningur 45.000 kr.

• Fjárskiptasamningur vegna skilnaðar/sambúðarslita 45.000 kr.

• Stofnun félaga 70.000 kr.

• Skuldabréf 50.000

Yfirlestur skjala frá öðrum lögmönnum 25.000

Við ofangreint fast verð getur bæst við tímagjald eftir umfangi verks.

Almenn munnleg ráðgjöf er samkvæmt tímagjaldi en þó aldrei lægri en 7.000 kr.

Hægt verður að krefjast þess að viðskiptavinur greiði fyrirfram upp í þóknun eftir því sem verki miðar.

 


Aflsláttur fyrir öryrkja og eldri borgara

Hafa samband:

Smelltu á hnappinn til að senda póst

Senda póst

hlekkir